38 féllu í árásum Bandaríkjahers í Pakistan

Reuters

A.m.k. 38 hafa fallið í þremur árásum sem bandaríski herinn gerði á skotmörk í Pakistan í dag og í gær.

Árásarnir koma stuttu eftir að stjórnvöld í Bandaríkjunum tilkynntu að þau ætluðu að fresta því að greiða 800 milljónir dollara í hernaðaraðstoð til Pakistan. Þetta er um þriðjungur af þeirri hernaðaraðstoð sem Bandaríkin höfðu heitið Pakistan á þessu ári. Samband Bandaríkjanna og Pakistan, sem verið hefur náðið á hernaðarsviðinu síðustu ár, er því mjög viðkvæmt þessa dagana.

A.m.k. átta féllu í árás sem gerð var á hús í bænum Dremala í dag, tíu féllu í árás sem gerð var á hús í Shawal og síðan féllu 20 í árás sem Bandaríkjaher gerði á hús í bænum Gorvak í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert