Sími hleraður hjá 4000 manns

News of the World kom út í síðasta skipti sl. …
News of the World kom út í síðasta skipti sl. sunnudag. Reuters

Breska lögreglan er aðeins búin að hafa samband við 170 manns af þeim 4000 sem er að finna á lista einkaspæjara sem grunaður er um að hafa hlerað síma hjá fólki fyrir vikublaðið News of the World.

Þetta kom fram við vitnaleiðslur fyrir breskri þingnefnd í dag. Einkaspæjarinn Glenn Mulcaire hélt skrá yfir þá sem hann reyndi að hlera hjá með því að hlusta á símaskilaboð. Þessi skrá er núna í vörslu lögreglunnar.

Sue Akers, yfirmaður í bresku lögreglunni, sagði í vitnaleiðslunum að lögreglan ætlaði sér að hafa samband við alla sem væru á þessum lista, en það væri mikið verk. Aðeins væri búið að hafa samband við 170 af um 4000.

John Yates, aðstoðarlögregluforingi, sem stjórnaði rannsókn á símahlerunarmálinu árið 1999, sagði fyrir þingnefndinni að hann væri 99% viss um að sími hans hefði verið hleraður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert