Framtíð evrunnar í skoðun

Leiðtogar Evrópusambandsins reyna að finna lausn á skuldavandanum.
Leiðtogar Evrópusambandsins reyna að finna lausn á skuldavandanum. Reuters

Leiðtogar Evrópusambandsins munu hittast næstkomandi fimmtudag til að taka ákvarðanir um hjálpina sem veitt verður til Grikkja. Sumir leiðtoganna hafa á síðustu dögum birt yfirlýsingar í fjölmiðlum til þess að róa fjárfesta.
Arðsemiskrafa ríkisskuldabréfa þjóðanna hefur hækkað verulega.

Markmið yfirlýsinganna hefur verið að bæla niður áhyggjur svo að lönd og bankakerfi þeirra geti fengið lánsfjármagn á verði sem þau ráða við. 

Hingað til hefur það ekki gengið vel.  Í gær hækkaði arðsemiskrafa ríkisskuldabréfa Grikkja og Ítalíu verulega. 

Mikil pressa er á því að finna lausn og ekki aðeins fyrir Grikkland heldur fyrir allar Evrópu. 

 „Það virðist ætla að vera ómöglegt að bjarga Grikklandi, Ítalía er að mörkunum og það er hætta á því að evran mun ekki lifa mikið lengur,“sagði Suku Mann frá bankanum Societé Generale við fjárfesta í London samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg fréttastofunni. 

 Ávöxtunarkrafa á grískum og spænskum ríkisskuldabréfum náðu hámarki í gær. Spænsk 10 ára bréf hækkuðu um 25 punkta upp í 6,32 %. Grísku 2 ára ríkisskuldabréf hækkuðu um 291 punkt upp í 36 % og ítölsk 10 ára ríkisskuldabréf hækkuðu um 21 punkt upp í 5,97%.

Sjá frétt á vef epn.dk.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert