Engin lausn á skuldavandanum

Viðræður bandarískra demókrata og repúblikana um lausn á skuldavanda ríkisins hafa runnið út í sandinn. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, og John Boehner, forseti fulltrúadeildarinnar, staðfestu þetta í kvöld.

Obama hefur boðað leiðtoga þingsins á fund í Hvíta húsinu klukkan 11 í fyrramálið að bandarískum tíma. „Við erum fallnir á tíma og þeir verða að útskýra fyrir mér hvernig við eigum að komast hjá greiðslufalli,“ sagði forsetinn í kvöld, samkvæmt Washington Post.

Boehner lýsti því yfir í dag að hann væri hættur viðræðum við Hvíta húsið, þ.e. forsetaembættið, um hvernig forðast megi greiðslufall bandaríska ríkisins í ágústbyrjun. Þess í stað ætlar hann að reyna að ná samkomulagi við öldungadeild bandaríska þingsins.

Obama sagði í ávarpi í kvöld að  hann hefði gert repúblikönum „yfirmáta sanngjarnt“ tilboð.

Hann kveðst vera reiðubúinn að „taka erfiðar ákvarðanir“ til að komast að víðtæku samkomulagi um skuldamálin. Leiðtogi repúblikana sagði að lausn væri ekkií sjónmáli.

Demókratar hafa varað forsetann við að gefa of mikið eftir í samningaviðræðunum. 

Obama talaði fyrr í dag í háskólanum í Maryland og hvatti þar báðar fylkingar til málamiðlunar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert