Breivik játar fjöldamorð

Anders Behring Breivik hefur viðurkennt að bera ábyrgð á hryðjuverkunum.
Anders Behring Breivik hefur viðurkennt að bera ábyrgð á hryðjuverkunum.

Anders Behring Breivik hefur viðurkennt að bera ábyrgð á hryðjuverkunum sem ollu dauða að minnsta kosti 92. Geir Lippestad, verjandi Breiviks greindi norska ríkisútvarpinu NRK frá þessu.

Breivik, sem er sakaður um að bera ábyrgð á fjöldamorðinu á Utøya og sprengjuárásinni í stjórnarráðshverfinu í Osló, játar nú að hafa staðið að því að myrða 92. Verjandi hans sagði að Breivik hafi játað verknaðinn.

Verjandinn vildi ekki greina frá því hvað skjólstæðingur hans hefði sagt honum. Hann kvaðst eiga erfitt með að tjá sig um hvernig skjólstæðingi hans þætti að hafa tekið svo margt fólk af lífi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert