Staðfest að 92 hafi látist

Norskur fáni og rósir voru á minningarreit um hina látnu …
Norskur fáni og rósir voru á minningarreit um hina látnu sem settur hefur verið upp á torginu við dómkirkjuna í Osló. Reuters

Norska lögreglan staðfesti í dag að 85 hafi verið myrtir í skotárásinni á Utøya í gær. Sjö til viðbótar fórust í sprengjuárásinni í Osló. Tala látinna er því komin í 92. Óttast er að talan eigi enn eftir að hækka, að sögn Dagbladet.

Byrjað er að birta nöfn þeirra sem saknað er. Aftenbladet í Stavanger segir að Jamil Rafal Yasin, tvítugrar stúlku frá Egersund, sé saknað. Þá er saknað 16 ára stúlku frá Stavanger en nafn hennar hefur ekki verið birt. 

Lík sem fundist hafa eru flutt á Ríkissjúkrahúsið í Osló. Lögreglan vinnur þar að því að bera kennsl á þá látnu.  Kristine Gramstad, fjölmiðlafulltrúi Verkamannaflokksins í Rogaland, segir að það geti tekið einhverja daga að bera kennsl á alla.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert