Þúsundir sýndu Norðmönnum samstöðu

Blóm og kerti til minningar um fórnarlömbin á Útey. Eyjan …
Blóm og kerti til minningar um fórnarlömbin á Útey. Eyjan í bakgrunni. Reuters

Hundruðir Dana og erlendra ríkisborgara hittust í miðborg kaupmannahafnar í gærkvöldi til þess að sýna samstöðu með Norðmönnum í kjölfar árásanna í Ósló og Útey á föstudaginn þar sem tugir manna voru myrtir. Fréttavefurinn Copenhagen Post segir frá þessu í dag.

Um 1.200 manns mættu í gærkvöldi að sögn lögreglunnar í Kaupmannahöfn þar sem norski námsmaðurinn Bjørn Boman Rinde, sem tók þátt í að skipuleggja atburðinn á samskiptavefnum Facebook, hélt ræðu ásamt Ane Halsboe-Larsen frá ungliðahreyfingu danska Jafnaðarmannaflokksins.

Í kjölfarið var haldið fylktu liði að norska sendiráðinu í borginni og fjölgaði þá mjög í hópnum að sögn lögreglu og taldi hann um 5 þúsund manns þegar að sendiráðinu kom. Þar lagði fjöldi fólks blóm og samúðarskeyti fyrir utan húsnæði sendiráðsins og kveikti á kertum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert