Þúsundir sýndu Norðmönnum samstöðu

Blóm og kerti til minningar um fórnarlömbin á Útey. Eyjan í bakgrunni. stækka

Blóm og kerti til minningar um fórnarlömbin á Útey. Eyjan í bakgrunni. Reuters

Hundruðir Dana og erlendra ríkisborgara hittust í miðborg kaupmannahafnar í gærkvöldi til þess að sýna samstöðu með Norðmönnum í kjölfar árásanna í Ósló og Útey á föstudaginn þar sem tugir manna voru myrtir. Fréttavefurinn Copenhagen Post segir frá þessu í dag.

Um 1.200 manns mættu í gærkvöldi að sögn lögreglunnar í Kaupmannahöfn þar sem norski námsmaðurinn Bjørn Boman Rinde, sem tók þátt í að skipuleggja atburðinn á samskiptavefnum Facebook, hélt ræðu ásamt Ane Halsboe-Larsen frá ungliðahreyfingu danska Jafnaðarmannaflokksins.

Í kjölfarið var haldið fylktu liði að norska sendiráðinu í borginni og fjölgaði þá mjög í hópnum að sögn lögreglu og taldi hann um 5 þúsund manns þegar að sendiráðinu kom. Þar lagði fjöldi fólks blóm og samúðarskeyti fyrir utan húsnæði sendiráðsins og kveikti á kertum.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda
BYGGJUM, BREYTUM & GERUM HÚS AÐ HEIMILI
Tökum að okkur allt sem viðkemur byggingum og breytingum fasteigna, stórt sem sm...
Vantar þig iðnaðarmenn ?
Smiður getur bætt við sig verkefnum. Get útvegað rafvirkja, pípara eða málara ...
Humbaur Álkerrur.
Til afgreiðslu strax þessi sterka álkerra frá Humbaur Þýskalandi. 2500kg.Mál 3...
INNISKÓR
Úrval af inniskóm fyrir dömur og herra. Teg: 607 Blue Mjúki...
 
Samaugl 20140 ríkiskaup
Tilboð - útboð
*Nýtt í augl...
L edda 6015100619 i
Félagsstarf
l EDDA 6015100619 I...
Sölumaður
Sölu/markaðsstörf
Sölumaður Blue Water Shipping er alþ...
L fjölnir 6015100619 iii
Félagsstarf
l FJÖLNIR 6015100619 III ...