100 handteknir í Lundúnum

Breska lögreglan hefur handtekið eitt hundrað manns í tengslum við óeirðirnar í Tottenham hverfinu og öðrum hverfum borgarinnar í nótt, annan daginn í röð.

Óeirðirnar brutust út í kjölfar friðsamlegra mótmæla við lögreglustöð í hverfinu, þar sem fjöldi fólks hafði safnast saman til þess að mótmæla dauða Mark Duggan, 29 ára fjögurra barna föður, sem lést eftir að hafa verið skotinn af lögreglumanni.

Níu lögreglumenn slösuðust í nótt þegar ungmenni réðust gegn lögreglu og unnu skemmdarverk á verslunum og bílum í nokkrum hverfum Lundúnaborgar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu voru heimili eyðilögð og kveikt í bifreiðum og almenningsvögnum. Þjófar hafa nýtt sér ástandið og rænt og ruplað úr verslunum.

Ástandið var einna verst í Brixton í nótt og í Tottenham en í báðum hverfunum hefur oft myndast spenna milli lögreglu og íbúa. 
Reuters
Frá Tottenham
Frá Tottenham Reuters
Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert