Cameron kemur heim vegna óeirða

David Cameron
David Cameron REUTERS TV

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, snýr heim úr fríi sínu í kvöld vegna óeirðanna sem verið hafa í London undanfarna daga.

Cameron mun funda með viðbragðsaðilum, þar á meðal svokölluðu neyðarteymi, eða COBR og eiga viðræður við innanríkisráðherra og yfirmann löggæslu. 

Óeirðir voru í borginni í dag, þriðja daginn í röð. Óeirðalögregla stóð í ströngu við að hindra ungmenni í að kveikja í bílum og húsum. Einnig þurfti að hindra þjófnaði úr verslunum.

Cameron hefur að undanförnu dvalið með fjölskyldu sinni í lúxushýsi í Toskana-héraði á Ítalíu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert