Tengdamæðgur kærðu hvor aðra

Danskur lögreglubíll.
Danskur lögreglubíll. politiforbundet.dk

Nokkuð óvenjulegt erindi kom á borð lögreglunnar í Esbjerg í Danmörku í dag, en þangað komu kona á áttræðisaldri og tengdadóttir hennar í þeim tilgangi að leggja fram kæru hvor á hendur annarri.

Kærurnar snerust fyrst og fremst um ofbeldi, þeim hefur lengi komið illa saman og höfðu deilurnar náð hámarki.

Lögregla gat lítið gert til að leysa málin og vísaði konunum frá.

Frá þessu segir á vefsíðu Jydske Vestkysten, jv.dk. Þar segir að lögregla hafi áður haft kynni af konunum, en tekið er fram að þær hafi hvorki verið undir áhrifum áfengis né annarra vímuefna.

Fréttin á vefsíðu jv.dk


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert