Nánari samvinna evruríkja

Merkel og Sarkozy við frönsku forsetahöllina í dag, Elysee-höllina.
Merkel og Sarkozy við frönsku forsetahöllina í dag, Elysee-höllina. Reuters

Angela Merkel kanslari Þýskalands og Nicholas Sarkozy forseti Frakklands hvöttu til nánari samvinnu evruríkjanna í efnahags- og ríkisfjármálum á blaðamannfundi sem haldinn var að loknum fundi þeirra í dag. Merkel hvatti til að mynduð yrði e.k. efnahagsstjórn evrusvæðisins.

 „Við stefnum að nánari efnahagslegum samruna evrusvæðisins,“ sagði Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands. 

Hvorki Sarkozy né Angela Merkel tóku undir hugmyndir um sameiginleg evruskuldabréf. Slíkt væri ekki á borðinu.

Sarkozy sagði að evruskuldabréf myndu setja efnahagslega sterk ríki í ESB í mikinn vanda og væru aðeins möguleg undir lok samrunaferlis.

Á blaðamannafundinum sagði Merkel að nánari efnahagssamruni myndi gerast smám saman, skref fyrir skref. Hún og Sarkozy kváðust bæði vilja „raunverulega stjórn“ á efnahagsmálum innan evrusvæðisins. Þau sögðust vilja að leiðtogar evru-ríkjanna hittist tvisvar á ári undir forsæti Hermans Van Rompuy, forseta ráðherraráðsins, til að ráða ráðum sínum.

Sarkozy sagði að evruríkin ættu að samþykkja lög um hallalausan ríkisrekstur fyrir mitt ár 2012 svo þau geti tekist á við erfiða stöðu í ríkisfjármálum.

Sarkozy og Merkel hvöttu einnig til þess að skattar yrðu lagðir á viðskipti á fjármálamörkuðum til að afla meiri fjár.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert