Eingöngu á milli karls og konu

Benedikt páfi XVI.
Benedikt páfi XVI. Reuters

Í ræðu sinni á Cuatro Vientos flugvellinum í Madríd í morgun sagði Benedikt páfi XVI, að hjónaband gæti einungis verið á milli karls og konu og það mætti ekki leysa upp.

Páfi þurfti að stytta ræðu sína, því að mikið rok og rigning var á svæðinu, tjald fauk um koll og kollhúfa páfa fauk út í veður og vind.

Talið er að um ein og hálf milljón hafi komið til að hlýða á orð páfa, margt af því var ungt fólk. „Guð hvetur fólk til hjónabands, þar sem maður og kona verða eitt og finna þar lífsfyllingu,“ sagði páfi.

Kaþólska kirkjan hefur fordæmt þær þjóðfélagsbreytingar sem hafa orðið á Spáni undanfarin ár í valdatíð sósíalistaflokksins. Meðal þeirra breytinga sem kirkjunni hugnast lítt eru rýmri reglur um fóstureyðingar, hjónabönd samkynhneigðra og auðveldara skilnaðarferli.

Viðhorf páfa hafa vakið reiði samkynhneigðra Spánverja, en nokkur fjöldi þeirra hafði skipulagt að kyssast fyrir framan páfann í gær, en lögregla kom að mestu í veg fyrir það.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

EIGUM ALLSKONAR STIGA Á LAGER
Sjá: http://www.sogem-stairs.com/stairs/ladders/cottage Sími 848 3215 www.byggi...
Rafhlöður fyrir neyðarljós allar gerðir
Með lóðeyrum, vírum eða tengjum. Smíðum allar gerðir af neyðarljósarafhlöðum . N...
www.skutla.com sendibílar 867-1234
Rafknúin tröpputrilla fyrir ísskàpinn, þvottavélina, þurrkarann o.fl. Skutl, vör...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
 
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
L edda 6017112119 i h&v
Félagsstarf
? EDDA 6017112119 I H&V; Mynd af augl...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...