Eingöngu á milli karls og konu

Benedikt páfi XVI.
Benedikt páfi XVI. Reuters

Í ræðu sinni á Cuatro Vientos flugvellinum í Madríd í morgun sagði Benedikt páfi XVI, að hjónaband gæti einungis verið á milli karls og konu og það mætti ekki leysa upp.

Páfi þurfti að stytta ræðu sína, því að mikið rok og rigning var á svæðinu, tjald fauk um koll og kollhúfa páfa fauk út í veður og vind.

Talið er að um ein og hálf milljón hafi komið til að hlýða á orð páfa, margt af því var ungt fólk. „Guð hvetur fólk til hjónabands, þar sem maður og kona verða eitt og finna þar lífsfyllingu,“ sagði páfi.

Kaþólska kirkjan hefur fordæmt þær þjóðfélagsbreytingar sem hafa orðið á Spáni undanfarin ár í valdatíð sósíalistaflokksins. Meðal þeirra breytinga sem kirkjunni hugnast lítt eru rýmri reglur um fóstureyðingar, hjónabönd samkynhneigðra og auðveldara skilnaðarferli.

Viðhorf páfa hafa vakið reiði samkynhneigðra Spánverja, en nokkur fjöldi þeirra hafði skipulagt að kyssast fyrir framan páfann í gær, en lögregla kom að mestu í veg fyrir það.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

HARÐVIÐUR TIL HÚSBYGGINGA
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Nokkrar notaðar saumavélar til sölu !!
Nokkrar tegundir, ýmsar gerðir. Allar ástandsskoðaðar og prófaðar af fagmanni. V...
Nissan Leaf útsala!
Nissan Leaf útsala! 2015 bílar, eknir milli 20 og 35 þús. Nokkrir litir. Allir m...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Fundarboð
Fundir - mannfagnaðir
Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins ...
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Reikningsskiladagur
Fundir - mannfagnaðir
Reikningsskiladagur FLE Föstudagur...