Nokkrir grunaðir um hryðjuverk

Öryggisvörður við minningarathöfn sem haldin var vegna tíundu ártíðar hryðjuverkanna …
Öryggisvörður við minningarathöfn sem haldin var vegna tíundu ártíðar hryðjuverkanna í Bandaríkjunum. Reuters

Mikil öryggisgæsla var í Bandaríkjunum í dag, þegar þess var minnst að tíu ár eru liðin frá hryðjuverkunum 11.9. 2001. Nokkrir voru handteknir, grunaðir um að hafa hryðjuverk í hyggju, en sá grunur reyndist ekki vera á rökum reistur.

Karlmaður var handtekinn í Los Angeles í dag fyrir að hafa hótað því að sprengja strætisvagn í loft upp. Maðurinn bar tösku og svo virtist sem vírar væru tengdir við hana, þannig að hún líktist kveikibúnaði fyrir sprengju.

Maðurinn hótaði bílstjóranum, vagninn var rýmdur og það tók lögreglu fjórar klukkustundir að skera úr um að taskan var með öllu skaðlaus. Maðurinn var handtekinn og bíður ákæru fyrir að hafa hótað hryðjuverkum.

Hluta flugstöðvarinnar í Kansas City í Missouri og aðalbrautinni til borgarinnar var lokað í dag eftir að torkennilegur hlutur fannst í poka á flugvellinum. Eigandi pokans var ósamvinnuþýður við lögreglu og hvatti hana til að kalla á sprengjusveitina. Innihald pokans reyndist með öllu saklaust.

Þá var Dulles-flugvelli í Washington lokað í fjórar klukkustundir í gær eftir að grunsamlegur hlutur fannst þar. Hann reyndist skaðlaus.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert