Orrustan um Evrópu

„Þetta er orrustan um efnahagslega og pólitíska framtíð Evrópu. Hér er barist fyrir því sem Evrópa stendur fyrir í heiminum. Þetta er baráttan fyrir sjálfri samþættingu Evrópu,“ segir José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, um skuldakreppuna á evrusvæðinu.

Að sögn Barrosos er eina færa leiðin í stöðunni sú að ganga lengra í að samþætta stjórn efnahagsmála aðildarríkjanna, jafnvel með útgáfu sameiginlegra skuldabréfa.

En með þeim gæfu evruríkin 17 út sameiginleg skuldabréf.

Hugmyndin er umdeild og leggjast Þjóðverjar gegn henni, einkum af þeirri ástæðu að þau aðildarríki sem standa veikari fótum myndu þá njóta góðs af efnahagsstyrk Þýskalands, á kostnað þessa mesta útflutningsríkis álfunnar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert