Seðlabankar munu veita neyðarlán

Seðlabanki Englands.
Seðlabanki Englands. Reuters

Seðlabanki Englands hefur gefið út að hann muni lána bönkum fé sem eiga erfitt með að nálgast lánsfé á mörkuðum. Hafa fleiri seðlabankar lýst yfir sama vilja. Þykja hin fyrirhuguðu inngrip minna á atburðarásina fram að falli Lehman-bankans haustið 2008.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við því að hættuleg staða sé komin upp á mörkuðum og er litið á skref seðlabankanna sem viðbrögð við vaxandi óróa á evrusvæðinu.

Lánaglugginn verður opinn frá október og fram í desember.

„Þetta snýst um það að seðlabankar eru að kaupa tíma fyrir stjórnmálamenn,“ sagði Michael Symonds, sérfræðingur hjá fjármálafyrirtækinu Daiwa Capital Markets, í samtali við Daily Telegraph.

Þá hefur blaðið eftir Marc Ostwald, sérfræðingi í fjármálum hjá Monument Securities, að þurrð á lánamörkuðum og hætta á greiðslufalli gríska ríkisins kunni að leiða til þess að hrikta muni í stoðum vestrænna fjármálamarkaða.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert