Bráðnun hafíss séð úr geimnum

Hafís norðvestur af Vestfjörðum. Mynd fengin af vef Landhelgisgæslunnar.
Hafís norðvestur af Vestfjörðum. Mynd fengin af vef Landhelgisgæslunnar.

Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur gert myndband sem sýnir bráðnun hafíss á norðurheimskautinu frá því ísinn er í hámarki að vori þar til hann er hvað minnstur, í september 2011.

Áður hefur verið greint frá því að hafís á norðurskautssvæðinu er nú með minnsta móti. Vísindamenn við háskólann í Bremen mældu ísinn vera 4,24 milljónir ferkílómetra hinn 8. september og hefur hann aldrei mælst minni frá árinu 1972. Ísinn var þá enn að bráðna svo enn getur hafa dregið úr ísmagninu.

Fyrra lágmark mældist 17. september 2007 en þá þakti hafísinn 4,27 milljónir ferkílómetra. Upplýsingar háskólans í Bremen um útbreiðslu hafíss á norðurskautssvæðinu ná aftur til 1972. Vísindamennirnir telja að útbreiðsla hafíssins hafi ekki verið jafnlítil og nú um þúsundir ára.

Sjá má myndbandið hér:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert