Segja pókervef hafa verið svikamyllu

Reuters

Saksóknarar í New York segja, að pókervefurinn Full Tilt Poker, sem lokað var í vor í tengslum við aðgerðir gegn netpóker, hafi í raun verið risastór fjársvikamylla sem teygði anga sína um allan heim.

Saksóknararnir fullyrða í nýjum gögnum, að stjórnendur vefjarins hafi dregið sér fé af reikningum spilara, sem spiluðu á vefnum. Á fjórum árum hafi fyrirtækið notað 444 milljónir dala, 52 milljarða króna, af fé spilara til að greiða stjórnarmönnum háar upphæðir. 

Vefurinn hafði heitið því, að reikningar spilara væru verndaðir og yrðu ekki snertir. En bandarísk stjórnvöld segja að í mars hafi fyrirtækið aðeins átt 60 milljónir dali eftir að 390 milljónum dala, sem spilarar áttu þar inni. 

Meðal þeirra, sem sagðir eru hafa hagnast á þessu svindli, eru heimsþekktir pókermeistarar á borð við Howard Lederer og Christopher Ferguson, sem jafnan er nefndur „Jesús" meðal pókerspilara vegna útlits síns. Í stefnu saksóknara er fullyrt að Lederer hafi fengið 25 milljónir dala og Ferguson 42 milljónir greiddar úr sjóðum Full Tilt Poker. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

VIÐHALD FASTEIGNA
Við þjónustum þig með lítil sem stór verk. Tímavinna eða tilboð. sími: 544-44...
Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Árskógar 4 Opin smíðastofa kl. 9-16. Opi...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar 4 Smíðar og útskurður með leiðb...
Félagsstarf
Staður og stund
Árskógar Opin smíðastofa kl. 9-15. Opið ...