Gæti lent nánast hvar sem er

Gervihnötturinn UARS.
Gervihnötturinn UARS. Wikipedia.org

Gert er ráð fyrir að 20 ára gamall gervihnöttur á vegum Geimferðastofnunar Bandaríkjanna (NASA) falli til jarðar á á morgun föstudag en alls óvíst er hvar hann gæti komið niður.

Eitthvað af gervihnettinum, sem nefnist UARS, mun brenna upp í gufuhvolfinu en brak úr honum mun hins vegar ná til jarðar og gæti lent hvar sem er nema á Suðurheimsskautinu. Ísland er þannig innan þess svæðis sem til greina kemur.

Sérfræðingar segja að líkurnar á því að fólk verði fyrir brakinu séu einn á móti 3.200 en á hinn bóginn falli það hratt til jarðar þannig að aðeins yrði þá um 20 mínútna fyrirvara að ræða.

UARS var upphaflega skotið á loft árið 1991 til þess að fylgjast með ósonlaginu og mæla hita og vindafar. Gervihnötturinn var hins vegar tekinn úr notkun formlega árið 2005 en hefur síðan verið á braut um jörðu.

Umfjöllun Wikipedia um UARS

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert