Grátmúrinn hreinsaður

Fulltrúar rabbína í Jerúsalem hófu í dag að hreinsa grátmúrinn svonefnda, 2000 ára gamlan vesturvegg musteris Heródesar. Hundruð þúsunda bréfmiða, sem fólk hefur stungið í rifur á múrnum, verða fjarlægð.

Milljónir manna, sem aðhyllast margskonar trúarbrögð, koma árlega að múrnum og biðjast fyrir. Sumir skrifa bænir á miða og stinga þeim í rifurnar á múrnum.

Annað hvert ár er múrinn síðan hreinsaður og bréfmiðarnir fjarlægðir og sú hreingerning hófst í dag. Hundruð þúsunda miða voru plokkuð úr múrnum og bréfmiðarnir fylltu yfir 100 plastpoka.

Grátmúrinn er hluti af ytri vegg musteris, sem reist var á Musterishæð og jafnað við jörðu árið 70 eftir Krist. Musterishæðin er heilög í augum gyðinga, kristinna manna og múslíma. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert