Ætlaði að nota fjarstýrða flugvél

Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að maðurinn hafi ætlað að nota fjarstýrða …
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir að maðurinn hafi ætlað að nota fjarstýrða flugvél svipaða þessari. HO

Bandarískur maður hefur verið handtekinn grunaður um að hafa ætlað að nota fjarstýrða flugvél, hlaðna sprengjuefni, til að fljúga á varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna og inn yfir Washington.

Maðurinn er 26 ára gamall. Hann er grunaður um að hafa ætlað að fremja sprengjutilræði og að hafa reynt að koma sprengjuefni til al-Qaeda svo að samtökin gætu notað það gegn bandarískum hermönnum í Írak.

Í yfirlýsingu frá saksóknara segir að maðurinn hafi í langan tíma undirbúið tilræði gegn bandarískum borgurum. Maðurinn var handtekinn í Boston. Hann var handtekinn eftir að hann sótti sótti vopn þar sem þau voru í geymslu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert