Eyja á Kanarí rýmd

Hús voru rýmd við rætur eldfjalls á Kanaríeyjum í dag í kjölfar hrinu jarðskjálfta á svæðinu að sögn yfirvalda. Hafa 53 íbúar og ferðamenn þurft að yfirgefa El Hierro-eyju af ótta við grjóthnullunga sem eldfjallið gæti spýtt frá sér.

Skjálftahrinan hófst í júlí og hefur farið vaxandi. Hefur þetta vakið ótta íbúa um að eldfjallið gæti verið í þann mund að gjósa. Mælar jarðvísindastofnunar Spánar hafa mælt átta þúsund jarðskjálfta frá 19. júlí. Flestir þeirra eru svo litlir að þeir fundust ekki en í nótt mældist skjálfti upp á 3,4.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert