Landtökumenn og aðgerðasinnar slást

Aðskilnaðarmúr Ísraelsmanna í Austur-Jerúsalem.
Aðskilnaðarmúr Ísraelsmanna í Austur-Jerúsalem. AP

Landtökumönnum og hópi ísraelskra vinstrisinnaðra aðgerðasinna sem styðja Palestínumenn laust saman í landtökubyggðinni Anatot nærri Austur-Jerúsalem á Vesturbakkanum í dag. Um tuttugu aðgerðasinnar komu til Anatot veifandi palestínskum fánum til stuðnings Palestínumanni sem hefur tjaldað á landi sem hann segist eiga.

Þrír særðust lítillega í átökunum en fylkingarnar tvær hentu steinum hvor í aðra þar til landamæraverður skárust í leikinn. Voru tveir aðgerðasinnar handteknir auk mannsins sem tjaldaði í landtökubyggðinni. Samkvæmt heimildum AFP-fréttastofunnar er Palestínumaðurinn frá Austur-Jerúsalem sem Ísraelar hernámu í sex daga stríðinu árið 1967.





mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert