Miklu stolið úr sjóðum ESB

Gífurlegir fjármunir hverfa úr verkefnum Evrópusambandsins á hverju ári. Embættismenn Evrópusambandsins áætla að 415 milljónir punda að lágmarki hafi verið sviknar út úr verkefnum sem sambandið veitti fjárveitingu fyrir á árinu 2010. Þá er áætlað að þetta sé einungis toppurinn af ísjakanum.

Upplýsingar komu fram á sama tíma og krafa framkvæmdastjórnarinnar  um aukningu útgjalda sambandsins um 11 prósent á næsta fjárlaga tímabili, 2014 til 2020, var rædd. Algirdas Semeta, fulltrúi framkvæmdastjórnarinnar í málefnum spillingar, segir að ekki sé um aukningu fjársvika að ræða innan sambandsins heldur skili nýtt eftirlitskerfi  betri árangri.

Athygli vekur að flest fjársvik eru tilkynnt í Bretlandi og á Spáni  þar sem þjófnaður úr sjóðum Evrópusambandsins er hvað minnstur en fæst tilviku eru tilkynnt í þeim ríkjum sem þjófnaður er talinn vera hvað mestur svo sem á Ítalíu, Póllandi, í Lúxemborg og Litháen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert