Lögreglumaður skaut stjórnmálamann

Mumtaz Qadri.
Mumtaz Qadri. Reuters

Pakistanskur lögreglumaður var í morgun dæmdur til dauða fyrir morð á Salman Taseer, þarlendum stjórnmálamanni. Taseer hafði barist fyrir því að vægar yrði tekið á guðlasti. Harðlínumenn í hópi múslíma fögnuðu morðinu og segja að láta eigi lögreglumanninn þegar í stað lausan.

Lögreglumaðurinn, Malik Mumtaz Hussain Qadri, sem einnig gegndi starfi lífvarðar Taseers, játaði þegar á sig morðið, en hann skaut vinnuveitanda sinn til bana á kaffihúsi í borginni Islamabad í byrjun janúar.

Verknaðnum var þegar í stað fagnað ákaft af harðlínumúslímum, en Taseer hafði gagnrýnt ákaft þegar kristin kona var dæmd til dauða fyrir að hafa farið óvirðulegum orðum um Múhameð spámann.

Lögmaður Qadris hefur áfrýjað dómnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Til leigu snyrtilegt og bjart 120 fm
atvinnuhúsnæði vestast á Kársnesi. Leigist eingöngu fyrir lager eða þ.h. uppl...
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði........
Getum útvegað allt frá Bretlandi á mun lægra verði sem viðkemur vinnuvélum, trak...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
 
Opinn fundur
Fundir - mannfagnaðir
Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfi...
Utankjörfundaratkvæða- greiðsla uta
Tilkynningar
Utankjörfundaratkvæðagreiðs...
L helgafell 6017092019 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6017092019 IV/V Mynd af ...
Framhaldssala
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...