Smokkum komið á hamfarasvæði

Smokkar eru á meðal neyðarvista sem sendar eru á flóðasvæðin.
Smokkar eru á meðal neyðarvista sem sendar eru á flóðasvæðin. Reuters

Taílensk stjórnvöld komu í dag smokkum og öðrum neyðarbirgðum til nauðstaddra á flóðasvæðum í landinu. Var ákveðið að senda smokka til að koma í veg fyrir sprengingu í barneignum en þorpsbúar á svæðunum hafa ekkert við að vera á meðan flóðin standa yfir.

Fimm þyrlur hófu að flytja lyf og aðrar vistir frá höfuðborginni Bangkok til miðhéraða landsins sem hafa orðið illa úti í mestu flóðum í landinu í marga áratugi. Hafa 237 manns farist í flóðunum sem hafa náð til mestalls landsins. Hafa heimili milljóna manna skemmst eða þeir misst lífsviðurværi sitt.




mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert