Styðja endurfjármögnun banka

Frakkar og Þjóðverjar styðja hugmyndina um að bankar á evrusvæðinu verði endurfjármagnaðir, segir Angela Merkel, kanslari Þýskalands, en hún og Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, áttu fund í dag um málefni evrusvæðisins í Berlín.

Sarkozy sagði á sameiginlegum blaðamannafundi þeirra, sem nú stendur yfir, að Evrópa yrði að leysa þau vandamál sem álfan stæði frammi fyrir áður en fundur leiðtoga tuttugu helstu iðnríkja heims, G-20, yrði haldinn í Cannes í byrjun nóvember. 

Þau Merkel og Sarkozy eru sammála um að gera þurfi mikilvægar breytingar á milliríkjasamkomulagi ESB-ríkjanna. Sarkozy sagði á blaðamannafundinum að hann teldi að auka ætti samþættingu evrusvæðisins. Merkel segir að markmiðið sé að koma á nánara og meira skuldbindandi samstarfi meðal ríkja á evrusvæðinu svo hægt sé að komast hjá umframeyðslu. 

Nicolas Sarkozy við komuna á fund hans og Angelu Merkel …
Nicolas Sarkozy við komuna á fund hans og Angelu Merkel í Berlín Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert