Blöðrubann sett á börnin

Börn yngri en 8 ára mega ekki lengur blása í …
Börn yngri en 8 ára mega ekki lengur blása í blöðrur án eftirlits. Myndin er úr myndasafni. Sverrir Vilhelmsson

Börn undir átta ára aldri mega ekki lengur blása upp blöðrur án eftirlits og það er bannað innan 14 að blása í partíflautur, sem brettast út við blásturinn, samkvæmt nýrri tilskipun Evrópusambandsins (ESB) um öryggi leikfanga.

Fréttavefur Daily Telegraph greinir frá nýju tilskipuninni. Þar kemur fram að leikir sem byggjast á því að fiska með seglum og því að flauta í flautur verði líka bannaðir. Ástæðan er sú að hættan sem fylgir smáum hlutum eða efnum sem notuð eru sé of mikil.

Þá krefst nýja tilskipunin þess að framleiðendur og seljendur setji viðvörunarmerki á ýmis leikföng sem til þessa hafa ekki verið talin hættuleg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert