Arabíska vorið er dýrt

Mótmælendur við Sanaa háskóla í Jemen.
Mótmælendur við Sanaa háskóla í Jemen. Reuters

Arabíska vorið svonefnda, mótmælabylgjan sem gekk yfir Norður-Afríku og Mið-Austurlönd á fyrri hluta árs, hefur kostað heimshlutann yfir 50 milljarða Bandaríkjadala samkvæmt nýrri skýrslu.

Það er ráðgjafarfyrirtækið Geopolicity sem tók kostnaðinn saman og segir í skýrslu þeirra að mótmælin hafi reynst dýrust fyrir Egyptaland, Sýrland og Líbíu. Varað er við því í skýrslunni að án fjárhagslegs stuðnings gætu afleiðingar Arabíska vorsins orðið neikvæðar.

Fall ríkisstjórnanna í Jemen og Líbíu var ekki ókeypis. Í Jemen hafa tekjur hins opinbera fallið um 77% og í Líbíu um 84%. Ekki eru talin með mannslíf sem töpuðust, byggingar sem skemmdust og fyrirtæki eða fjárfestingar sem fóru forgörðum. Þrátt fyrir allt hefur svæðið í heild hinsvegar grætt efnahagslega á uppreisnunum, samkvæmt skýrslunni. Mest græddu olíuríki sem komust hjá mótmælum eða kæfðu þau í fæðingu, s.s. Kúveit, Sádi-Arabí og Sameinuðu arabísku furstadæmin. Þar hafa tekjur hins opinbera aukist.

Geopolicity notaðist við gögn frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum til að meta stöðuna. Fyrirtækið tekur hinsvegar fram að ekki sé hægt að leggja námkvæmt mat á kostnaðinn við Arabíska vorið 2011. „Það vantar gögn um ýmis mikilvæg efnahagsleg atriði og aðstæður eru enn mjög óljósar.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert