Shalit kominn til Ísraels

Egypsk sjónvarpsstöð birti í morgun fyrstu myndir af Gilad Shalit …
Egypsk sjónvarpsstöð birti í morgun fyrstu myndir af Gilad Shalit eftir að honum var sleppt úr haldi. Reuters

Ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit er kominn til Ísraels, að því er fram kemur fréttavef BBC. Egypsk sjónvarpsstöð birti í morgun myndir af Shalit, en hann hefur verið í haldi Hamas-liða á Gasa-svæðinu í rúmlega fimm ár.

Ekki hefur borist formleg staðfesting frá stjórnvöldum í Ísrael um að Shalit sé kominn til heimalands síns. Egypska sjónvarpsstöðin, sem sýndi myndir af honum í morgun, segir að hann sé heill heilsu. Shalit sagði í samtali við sjónvarpsstöðina að hann vonaði að fangaskiptin myndu stuðla að því að friður yrði saminn milli Ísraels og Palestínu.

Gilad Shalit, er 25 ára gamall. Hann var snemma í morgun fluttur frá Gasa til borgarinnar Rafah og afhentur egypskum stjórnvöldum. Viðstaddir voru fulltrúar stjórnvalda í Ísrael.

Eftir að staðfest hafði verið að Shalit hefði verið fluttur frá Gasa til Egyptalands hófu Ísraelsmenn að sleppa palestínskum föngum lausum. Alls sleppa þeir 477 föngum lausum í dag og 550 á næstu mánuðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert