Shalit kominn til Ísraels

Egypsk sjónvarpsstöð birti í morgun fyrstu myndir af Gilad Shalit ...
Egypsk sjónvarpsstöð birti í morgun fyrstu myndir af Gilad Shalit eftir að honum var sleppt úr haldi. Reuters

Ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit er kominn til Ísraels, að því er fram kemur fréttavef BBC. Egypsk sjónvarpsstöð birti í morgun myndir af Shalit, en hann hefur verið í haldi Hamas-liða á Gasa-svæðinu í rúmlega fimm ár.

Ekki hefur borist formleg staðfesting frá stjórnvöldum í Ísrael um að Shalit sé kominn til heimalands síns. Egypska sjónvarpsstöðin, sem sýndi myndir af honum í morgun, segir að hann sé heill heilsu. Shalit sagði í samtali við sjónvarpsstöðina að hann vonaði að fangaskiptin myndu stuðla að því að friður yrði saminn milli Ísraels og Palestínu.

Gilad Shalit, er 25 ára gamall. Hann var snemma í morgun fluttur frá Gasa til borgarinnar Rafah og afhentur egypskum stjórnvöldum. Viðstaddir voru fulltrúar stjórnvalda í Ísrael.

Eftir að staðfest hafði verið að Shalit hefði verið fluttur frá Gasa til Egyptalands hófu Ísraelsmenn að sleppa palestínskum föngum lausum. Alls sleppa þeir 477 föngum lausum í dag og 550 á næstu mánuðum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Skoðanakannanir

[ Nánar | Allar kannanir í CSV-skrá ]

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Hauststemmning í Tungunum, Eyjasól ehf.
Sumarhúsin okkar eru nokkuð laus í sept og okt, hlý og cosy.. Norðurljós í heit...
Stálvaskur - lítur vel út
Til sölu: Sterklegur stálvaskur. . verð 2000kr Upplýsingar í síma 564-1787 og ...
2ja daga ljósmyndanámskeið 23. + 24. okt
2ja DAGA LJÓSMYNDANÁMSKEIÐ 23. og 24. okt. 2ja daga byrjenda ljósmyndanámskei...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
 
Sölumaður / kona
Iðnaðarmenn
Sölumaður / kona óskast til að annas...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Hjá okkur er opin vinnusto...
Samkoma
Félagsstarf
Samkoma kl. 20 í Kristniboðs- salnum. R...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...