Grænt ljós í Grikklandi

Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, ásamt George Papandreou forsætisráðherra í þinginu …
Evangelos Venizelos, fjármálaráðherra Grikklands, ásamt George Papandreou forsætisráðherra í þinginu í dag. Reuters

Gríska þingið samþykkti í kvöld umdeilt frumvarp stjórnvalda þar sem mikill niðurskurður og hertari aðhaldsaðgerðir er boðaðar.

Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn fer fram á það að Grikkir grípi til þessara aðgerða svo þeir geti fengið afgreitt neyðarlán vegna þess skuldavanda sem ríkið glímir við.

Tveggja sólarhringa allsherjarverkfall er nú í gildi í landinu og hafa átök brotist út í höfuðborginni Aþenu. Þar hefur fjölmenni komið saman til að mótmæla en almenningur er mjög reiður stjórnvöldum.

George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, fagnaði niðurstöðunni í bréfi sem var lesið upp í þingsal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert