8 milljarðar evra til Grikkja

George Papaconstantinou, fjármálaráðherra Grikklands
George Papaconstantinou, fjármálaráðherra Grikklands Reuters

Fjármálaráðherrar Evruríkjanna sautján samþykktu í dag að veita Grikkjum 8 milljarða evra lán, um 1.300 milljarða króna, til hjálpar skuldahrjáðu Grikklandi.

Er haft eftir evrópskum diplómata að með því hafi ráðherrarnir því samþykkt að veita Grikkjum sjötta hluta af þeim lánapakka sem þeim var lofað, en þar vísar hann til 110 milljarða björgunarpakka sem samþykkt var að veita Grikkjum í maí á síðasta ári.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert