Stækkun Schengen sanngirnismál

José Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins
José Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins FRANCOIS LENOIR

„Við teljum að Rúmenía hafi uppfyllt öll skilyrði. Það er sanngirnismál að Rúmenía verði hluti af Schengen,“ segir José Manuel Barroso forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins eftir fund sinn með Traian Băsescu, forseta Rúmeníu. Holland og Finnland hafa hingað til beitt neitunarvaldi til að hindra aðgang Rúmeníu að Schengen-samkomulaginu.

Schengen-samstarfið byggir á samstarfi ríkja Evrópu á sviði landamæraeftirlits og löggæslu en íbúar innan svæðisins eiga að geta ferðast án vegabréfa yfir landamæri.

Í dag samþykkti Evrópuþingið tillögu þess efnis að mynda innan þriggja mánaða nýja nefnd sem skal leggja fram drög að frumvarpi þar sem skilgreint verði hvernig berjast skal gegn skipulagðri glæpastarfsemi yfir landamæri.

Tillagan kom fyrst frá þingmanni Ítala á Evrópuþinginu, Rosario Crocetta, fyrrum borgarstjóra Bela á Sikiley en hann býr við lögregluvernd.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert