Sameiginleg sendiráð Norðurlandanna?

Villy Søvndal
Villy Søvndal www.norden.org

Utanríkisþjónusta á Norðurlöndunum er fjársvelt og því er þörf á breyttum áherslum. Þetta sagði Villy Søvndal, utanríkisráðherra Danmerkur, á fundi Norðurlandaráðs í dag.

„Í þeim löndum þar sem öryggi borgaranna er tryggt og dýrt er að halda úti sendiráði gæti þetta verið skynsamleg leið til að deila útgjöldunum á milli Norðurlandanna fimm,“ sagði Søvndal.

Þetta kemur fram á vefsíðu danska dagblaðsins Jyllands-Posten.

Hann sagði að einnig gæti komið til greina að opna sameiginleg norræn sendiráð í löndum þar sem þau hafa ekki verið starfrækt áður.

Kollegar Søvndals voru honum sammála. „Fjárveitingar til utanríkisþjónustunnar hafa ekki aukist á undanförnum árum. Við þurfum að styrkja samstarfið, annars þurfum við að loka sendiráðum, sagði Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands.

Frétt Jyllands-Posten

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert