Auknar líkur á sterkum skjálfta

Gríðarlegt tjón varð í jarðskjálfta í borginni Christchurch í Nýjasjálandi …
Gríðarlegt tjón varð í jarðskjálfta í borginni Christchurch í Nýjasjálandi í febrúar síðastliðnum. Reuters

Nýsjálenskir jarðvísindamenn vöruðu í dag við aukinni hættu á sterkum jarðskjálfta í borginni Christchurch í Nýjasjálandi á næsta ári. Sterkur jarðskjálfti, 6,3 stig, olli miklu  tjóni í borginni í febrúar síðastliðnum og fórust 181 í skjálftanum.

Stór hluti miðborgar Christchurch var í rúst eftir jarðskjálftann og er viðgerðum hvergi nærri lokið. Tjónið var talið nema um 20 milljörðum nýsjálenskra dollara.

Jarðvísindamennirnir gáfu út nýja skýrslu í dag. Samkvæmt henni eru taldar vera 15% líkur á að jarðskjálfti að stærð 6,0 til 6,4 stig verði á næstu tólf mánuðum. Líkur á því voru metnar vera 10% í september síðastliðnum.

Þá voru líkur á að það verði jarðskjálfti að styrk 5,5-5,9 stig hækkaðar í 46% en þær voru metnar vera 37% fyrir tveimur mánuðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert