Berlusconi segir af sér

Silvio Berlusconi
Silvio Berlusconi Reuters

„Ég segi af mér eftir að umbótum hefur verið hrundið í framkvæmd,“ segir Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu. Hann segir að mikilvægt sé að sýna mörkuðunum að Ítölum sé alvara. „Ég tel að það skipti mestu máli, síðan getum við ákveðið hver á að leiða ríkisstjórnina.“

Þetta sagði Berlusconi í viðtali á ítölsku sjónvarpsstöðinni Canale 5, sem er í eigu hans.

„Það sem skiptir mestu máli er að vinna að hag Ítalíu.“

Berlusconi sagðist telja að best væri ef kosið yrði fljótlega, en ákvörðun um það væri á hendi forseta landsins,  Giorgio Napolitano.

„Þingið er lamað og ríkisstjórnin hefur misst meirihluta sinn,“ sagði Berlusconi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert