Ítalía sinni aftur burðarhlutverki

Mario Monti hefur verið falið að mynda nýja ríkisstjórn á …
Mario Monti hefur verið falið að mynda nýja ríkisstjórn á Ítalíu. Reuter

Mario Monti, fyrrum framkvæmdastjórnarmaður hjá Evrópusambandinu, sagði í dag að Ítalía myndi komast í gegnum skuldakreppuna og verða stórveldi innan Evrópu á ný. Ummælin lét Monti falla eftir að forseti landsins, Giorgio Napolitano, fól honum að mynda nýja ríkisstjórn.

„Ítalía verður að verða styrkur á ný en ekki veikleiki fyrir Evrópusambandið, sem við áttum þátt í því að stofna og innan hvers við ættum að vera í burðarhlutverki,“ sagði hinn 68 ára gamli hagfræðiprófessor.

Monti sagði enn fremur að hann myndi vinna af krafti að því að koma landinu út úr aðstæðum sem bæru merki þess að vera neyðarástand en Ítalía gæti yfirstigið með sameinuðu átaki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert