Tveir fangar teknir af lífi

Andstæðingar dauðarefsinga í Bandaríkjunum mótmæla. Mynd úr safni.
Andstæðingar dauðarefsinga í Bandaríkjunum mótmæla. Mynd úr safni. AP

Tveir fangar í Bandaríkjunum, sem höfðu verið dæmdir fyrir morð, voru teknir af lífi í dag. Hafði Hæstiréttur Bandaríkjanna þá synjað beiðni um áfrýjun dauðarefsingarinnar. Annar fanginn var í Ohio og hinn í Florída.

Aftakan í Ohio var sú fyrsta þar í sex mánuði. Reginald Brooks, 66 ára, var dæmdur til dauðarefsingar fyrir að hafa drepið þrjá unga syni sína árið 1982, er þeir voru í fastasvefni. Gaf hann þeim banvænt lyf. Brooks var 40. fanginn í Bandaríkjunum sem tekinn er af lífi á þessu ári, til fullnustu dauðarefsingar.

Skömmu síðar var Oba Chandler tekinn af lífi í Florída. Hann hlaut dauðadóm fyrir að hafa drepið konu frá Ohio og tvær unglingsdætur hennar er þær voru í sumarfríi í Florída árið 1989. Réðst Chandler um borð í bát þeirra, batt þær á höndum og fótum og varpaði þeim lifandi frá borði, með steypuklumba bundna við háls mæðgnanna. 

Chandleer var 71. fanginn sem tekinn er af lífi í Florída, frá því að dauðarefsingar voru teknar upp að nýju í ríkinu árið 1976.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert