Gera við Fæðingarkirkjuna í Betlehem

Mikill öryggisviðbúnaður er við Fæðingarkirkjuna í Betlehem.
Mikill öryggisviðbúnaður er við Fæðingarkirkjuna í Betlehem. AP

Fyrirhugað er að hefja á næsta ári framkvæmdir við Fæðingarkirkjuna í Betlehem, en fyrsta skref er að setja nýtt þak á kirkjuna. Henni hefur lítið verið haldið við síðustu áratugina.

Fæðingarkirkjan í Betlehem er 1500 ára gömul. Hún stendur á Vesturbakkanum sem Palestínumenn ráða yfir. Þak kirkjunnar lekur og liggja dýrgripir í kirkjunni undir skemmdum af þeim sökum, auk þess sem gestum er talin stafa hætta af hruni úr þakinu.

Kirkjan hefur mikla þýðingu fyrir kristið fólk um allan heim. Þrjár kirkjudeildir hafa aðstöðu í kirkjunni, kaþólikkar, gríska rétttrúnaðarkirkjan og Armenar. Þessar kirkjudeildir þurfa að koma sér saman um endurbætur á kirkjunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert