Varar við skattalögregluríki

Silvio Berlusconi
Silvio Berlusconi Reuters

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu varið við hækkun skatta á Ítalíu í fyrstu ræðu sem hann flutti eftir að hann hætti sem forsætisráðherra. Hann sagði hættu á því að Ítalía yrði skattalögregluríki.

Berlusconi sagði þetta á fundi með stuðningsmönnum sínum í Verona.  „Það er raunveruleg hætt á að hér verði til skattalögregluríki,“ sagði hann og bætti við að hann myndi halda áfram að berjast fyrir frelsi Ítalíu.

Á fundinum ítrekaði Berlusconi að Angelino Alfano myndi taka við forystu flokksins af sér. Hann sagðist hins vegar ætla að halda áfram að berjast fyrir góðri útkomu flokksins í næstu kosningum. Berlusconi situr enn á þingi þó að hann sé ekki lengur ráðherra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert