„Vasarnir ekki ótæmandi“

Angela Merkel
Angela Merkel Reuters

Ríkisstjórn Þýskalands undir forsæti Angelu Merkel kanslara varar þá, sem gera kröfu um að Þjóðverjar veiti öðrum ríkjum frekari aðstoð, við því að vasar þýska ríkisins séu ekki ótæmandi og að Þjóðverjar þurfi einnig að greiða sínar eigin skuldir.

Talsmaður Merkel sagði við fréttamenn í dag að Þjóðverjar stæðu með félögum sínum í Evrópu og hefðu þegar veitt gríðarlega mikinn fjárhagsstuðning. En þýska ríkið þyrfti einnig að sinna eigin skuldum. Þrátt fyrir að staða Þýskalands væri góð þá væru vasarnir ekki ótæmandi. 

Ítrekað hefur verið óskað eftir því að Þjóðverjar leggi neyðarsjóði evru-ríkjanna til meira fé.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert