Vara Íran við afleiðingunum

William Hague, utanríkisráðherra Bretlands segir að stjórnvöld í Íran beri alfarið ábyrgð á því að breska sendiráðið í Theran hafi ekki verið varið, en um 20 manns réðust inn í það í dag. Hann segir að árásin muni hafa afleiðingar.

Samkvæmt alþjóðalegum er það á ábyrgð stjórnvalda í hverju landi að tryggja öryggi sendiráða og starfsmanna þess. Hague sagði að þetta mál myndi hafa afleiðingar fyrir samskipti ríkjanna. Hann myndi gefa skýrslu um málið í þinginu fljótlega.

Breska utanríkisráðuneytið hefur sent viðvörun til Breta í Íran um að forðast að vera utan dyra, láta lítið fyrir sér fara og bíða frekari fyrirmæla.

Utanríkisráðuneyti Írans hefur lýst því yfir að það harmi framkomu lítils hóps manna við sendiráðið.

Um 20 mótmælendur réðust inn í breska sendiráðið í Teheran og fjarlægðu breska fánann, sem þar var við hún. Sýnt var beint frá þessu í íraska sjónvarpinu og sást fólkið kasta grjóti í glugga sendiráðsins. Einn sást klifra yfir vegg með mynd af Elísabetu Englandsdrottningu í fanginu. 

Íraskir óeirðalögreglumenn í fullum herklæðum fylgdust með en aðhöfðust ekkert.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert