Skiptar skoðanir um refsingu

Nærri helmingur Norðmanna telur það ekki vera réttlátt að fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik verði vistaður á lokaðri réttargeðdeild, samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var fyrir norska ríkisútvarpið NRK. Meira en þriðjungur Norðmanna er sáttur við slíka ráðstöfun.

Samkvæmt geðrannsókn tveggja fremstu réttargeðlækna Noregs er Breivik ekki sakhæfur og því á ekki að kveða upp yfir honum fangelsisdóm fyrir voðaverkin 22. júlí síðastliðinn. Þess í stað gæti hann verið dæmdur til vistunar á lokaðri réttargeðdeild.

Niðurstöður skoðanakönnunar sem gerð var fyrir NRK sýna að 36% svarenda telja að vistun ofbeldismannsins á lokaðri réttargeðdeild sé í samræmi við þeirra réttlætiskennd. Hins vegar sögðu 48% svarenda að slík ráðstöfun bryti í bága við réttlætiskennd þeirra.

Svarendur voru flestir á einu máli um að ekki eigi að láta Breivik lausan á ný, án tillts til þess hvaða dóm eða úrskurð hann fær. Alls 87% svarenda sögðu að hann ætti aldrei sleppa aftur laus.

Saksóknararnir Inga Beier Engh (t.v.) og Svein Holden (t.v.) kynntu …
Saksóknararnir Inga Beier Engh (t.v.) og Svein Holden (t.v.) kynntu niðurstöður geðrannsóknarinnar. Reuters
Skýrsla tveggja réttargeðlækna um andlega heilsu Breiviks og sakhæfi hans …
Skýrsla tveggja réttargeðlækna um andlega heilsu Breiviks og sakhæfi hans var heilar 243 síður. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert