Meirihluti ósáttur við evruna

Evran siglir ólgusjó um þessar mundir og Þjóðverjar eru ekki …
Evran siglir ólgusjó um þessar mundir og Þjóðverjar eru ekki sáttir við hana. Reuters

60% Þjóðverja telja evruna slæma hugmynd, samkvæmt könnun sem þýska tímaritið Focus lét gera og birti í dag, um áratug eftir að evran var kynnt til sögunnar.

85% af aðspurðum sögðust vera þeirrar skoðunar að evran hefði hækkað allt í verði. Könnunin náði til 1000 manns og þrír fjórðu sögðust trúa því að gamli gjaldmiðillinn, þýska markið, hefði verið stöðugri og reynst hafa meiri stöðugleika gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Kemur þetta fram hjá  fréttaveitunni AFP.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert