Nær 80% Norðmanna andvíg ESB-aðild

Höfuðstöðvar Evrópusambandsins.
Höfuðstöðvar Evrópusambandsins. Reuters

Fjórir af hverjum fimm Norðmönnum eru nú andvígir því, að Norðmenn sæki um aðild að Evrópusambandinu, samkvæmt skoðanakönnun, sem stofnunin Sentio hefur gert fyrir blaðið Nationen.

Alls sögðust 79,8% þeirra, sem tóku þátt í könnuninni, vera andvígir aðild að ESB en 12,6% voru henni hlynntir. Hefur stuðningur við ESB-aðild aldrei mælst minni í Noregi.

Talsmaður samtaka norska atvinnulífsins segir við Nationen, að rekja megi þessa andstöðu til skuldakreppunnar á evrusvæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert