Styðja afstöðu Camerons

Cameron á leiðtogafundinum í Brussel.
Cameron á leiðtogafundinum í Brussel. Reuters

Meirihluti Breta telur að David Cameron forsætisráðherra þeirra hafi tekið rétta ákvörðun þegar hann neitaði að samþykkja nýjan Evrópusambandssáttmála til að leysa evrukreppuna á leiðtogafundi í Brussel á dögunum. Niðurstöður skoðanakönnunar sem birt var í dag sýna þetta.

Könnunin var gerð fyrir dagblaðið Mail on Sunday. Hún sýnir að 62% Breta styðja ákvörðun Camerons en einungis 19% telja að hann hafi tekið ranga ákvörðun.

Þá kom í ljós að 66% svarenda vilja að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tengsl Bretlands við Evrópusambandið, en margir í Íhaldsflokki Camerons hafa krafist slíkrar atkvæðagreiðslu. Sama hlutfall svarenda taldi að stjórnvöld í Bretlandi ættu að semja upp á nýtt um tengsl sín við yfirstjórn ESB í Brussel.

Færri vildu að Bretland gengi úr Evrópusambandinu (ESB), þótt 48% lýstu sig samþykk því en 33% svarenda vilja vera áfram í ESB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, gön...
Matsveinn
Sjávarútvegur
Matsveinn Vísir hf óskar eftir...