Myndir af nýju kínversku herskipi

Flugmóðursskipið sem talið er að Kínverjar eigi.
Flugmóðursskipið sem talið er að Kínverjar eigi.

Gervihnöttur í eigu bandarísks fyrirtækis hefur náð mynd af stóru flugmóðurskipi sem fyrirtækið segir að sé í eigu Kínverja. Talið er að þetta sé skip sem upphaflega var byggt í Sovétríkjunum og Kínverjar keyptu.

Nágrannaríki Kína hafa haft miklar áhyggjur af hernaðaruppbyggingu Kínverja á Kyrrahafi. Á þessu ári hefur komið til ágreinings milli Kína annars vegar og Japans, Víetnams og Filippseyja hins vegar.

Myndin sem gervihnötturinn tók 8. desember er af herskipi á Gulahafi. Skipið lagði úr höfn í ágúst. Talsmaður bandaríska fyrirtækisins segir í samtali við AP að hann sé sannfærður um að þetta sé kínverskt herskip og bendir á að skipið hafi verið nálægt ströndum Kína.

Skipið sem um ræðir hét áður Varyag. Þegar Sovétríkin hrundu árið 1991 var skipið í byggingu, en framkvæmdir við það voru stöðvaðar. Það ryðgaði í höfn í Úkraínu í nokkur ár, en var síðan selt til kínversks fyrirtækis sem sagðist ætla að breyta því í spilavíti.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Dúskar ekta Þvottabjörn og Silfurrefur
Er með mikið úrval af dúskum á húfur með smellum get sent myndir fleiri litir í ...
Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...
Dúskar með smellu Þvottabjörn
Til sölu mjög fallegir dúskar ekta þvottabjarnaskinn eru með smellu verð 1800kr ...
 
Tillaga
Tilkynningar
Tillaga að matslýsingu Í samræmi við l...
Aðalskipulag breyting
Tilkynningar
Kynning á tillögum um breytingar á a...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl 9, fore...
Félagsastarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og s...