N-Kóreumenn drúpa höfði

Nemendur við skólastofnun í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu, grétu margir hverjir er þeir minntust leiðtogans Kim Jong Il í dag. Að sögn Reuters-fréttastofunnar voru leikarar við þjóðleikhúsið í borginni harmi slegnir og á valdi sorgarinnar þegar andlátið spurðist út.

Meðal þeirra er leikarinn Hwang Moon-Il.

„Þegar ég var á sviðinu beið ég óþreyjufullur eftir að geta boðið honum á sýningu og séð honum bregða fyrir dag hvern. Hvernig getur hann fallið frá á þennan hátt? Hjarta mitt er brostið,“ sagði Hwang dapur í bragði.

Verkamenn í verksmiðju sem framleiðir leiðslur fyrir rafvirkja voru líka niðurdregnir.

Einn þeirra sem Reuters tók tali sagðist mundu snúa sorginni í hvatningu í þágu hins sósíalíska alþýðulýðveldis. 

„Ég mun takast á við sorgina og breyta henni í styrk og hugdirfsku og halda áfram að sýna félaga Kim Jong-un hollustu,“ sagði verkamaðurinn og vísaði til sonar leiðtogans og arftaka.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert