Interpol leitar að sílikon-manninum

Aljóðalögreglan Interpol hefur gefið út handtökuskipan á Jean-Claude Mas, stofnanda franska fyrirtækisins Poly Implant Prothese (PIP), sem framleiddi um árabil gallaða sílikonpúða. Púðarnir eru taldir geta orsakaða krabbamein í brjóstum.

Mas er 72 ára gamall. Talið er að hann sé í Kosta Ríka. Á vef Interpol segir að hann sé grunaður um lögbrot sem varði líf og heilsu fólks.

Sílikonpúðarnir eru framleiddir af fyrirtækinu Poly Implant Prothese (PIP). Fyrirtækið er sakað um að hafa notað iðnaðarsílikon í púðana.

PIP var þriðji stærsti framleiðandi sílikonpúða í heiminum. Um 87% framleiðslunnar var fluttur úr landi sem þýðir að 300-400 þúsund konur í heiminum eru með sílikon frá fyrirtækinu í brjóstum sínum. Fyrirtækið varð gjaldþrota á síðasta ári eftir að púðar sem fyrirtækið framleiddi voru teknir af markaði vegna framleiðslugalla.

Þessi mynd af Jean-Claude Mas birtist á vef Interpol.
Þessi mynd af Jean-Claude Mas birtist á vef Interpol.
Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert