Mótmæli þrátt fyrir mannfall

Þrátt fyrir stöðugar árásir öryggislögreglu Sýrlands á óbreytta borgara heldur fólk þar í landi áfram að koma saman og mótmæla og krefjast þess að stjórn Assads forseta fari frá völdum.

Myndskeið sem tekið var í borginni Hama í dag sýnir fólk mótmæla á götum úti. Mótmælendur gengu fram hjá gálga þar sem brúða í líki Assads hékk í gálganum.

Myndskeið sýnir einnig íbúa í borginni Deraa mótmæla og krefjast afsagnar forsetans. Í Deraa hefur verið mikið um mótmæli allt frá því í vor og margir hafa fallið.

Um 40 manns létust í sjálfsmorðsárás í Damascus fyrr í dag, en talið er að 5000-6000 manns hafi fallið síðan mótmælin hófust í vor.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert