Finnar styðji ekki ESB-sáttmálann

Utanríkisráðherra Finnlands, Erkki Tuomioja.
Utanríkisráðherra Finnlands, Erkki Tuomioja. AP

Utanríkisráðherra Finnlands, Erkki Tuomioja, er andvígur því að Finnar styðji nýjan sáttmála á vettvangi Evrópusambandsins sem ætlað er að taka á efnahagserfiðleikum evrusvæðisins. Hann skrifaði á heimasíðu sína í gær að sáttmálinn væri í besta falli óþarfur en í versta falli skaðlegur.

Þá gagnrýnir hann ESB harðlega fyrir þá miklu pressu sem sett hefur verið á að undirrita sáttmálann og taka upp nýjar reglur sem hann kveður á um. Þau vinnubrögð væru á skjön við „alla eðlilega þinglega meðferð.“

Ennfremur segir Tuomioja að nýi sáttmálinn muni aðeins rugla í ríminu þá sem taka þyrftu ákvarðanir, grafa undan hlutverki framkvæmdastjórnar ESB og stuðla að aukinni sundrungu innan sambandsins.

„Samkomulagið sem slíkt er í besta falli óþarft og í versta falli skaðlegt og Finnland hefur ástæðu til þess að leggjast gegn því eða í það minnsta standa fyrir utan það,“ skrifar Tuomioja.

Fréttavefurinn Euobserver.com segir frá þessu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert